MAUSER Model 12 kominn í Ellingsen

Birt: 20/12 2013

Mauser bræður, Paul og Wilhelm, voru örugglega einir af flottustu byssusmiðum heimsbyggðarinnar. Byrjuðu að smíða Mauser riffla upp úr 1866 og þá í byssusmíðaborginni Liége í Belgíu.


Þeir gerðu síðan samninga við þýsk…a herinn og má þá nefna Mauser Model 71 (1871). Fleiri gerðir fylgdu á eftir eins og Model 96 og sá lang frægasti Model 98 (1898) sem er undirstaða flestra byssulása sem framleiddir eru í dag og sjálfsagt sá lás sem framleiddur hefur verið mest af í heiminum. Hann er framleiddur enn og notaður í smíði á sérmíðuðum rifflum eins og hjá WestleyRichard, Purdey og fleirum.Árið 1966 kom fram Model 66 og árið 2003 Mauser 03 sem er enn framleiddur sem skiptihlaupa riffill. Ég fékk þann heiður að fá að skoða og leggja mat mitt á frumsmíðina á IWA 2002 sem umboðsmaður Mauser á Íslandi.


Nú er Mauser kominn með Model 12 sem er tæknilega vel útfærður og vel smíðaður og á viðráðanlegu verði. Þessi riffill er ekki skiptihlaupariffill heldur er hver riffill í ákveðnu caliberi. Notuð er sama tækni í smíði á hlaupinu eins og í Model 03, læsi löggin sex á boltanum, eða hökin, læsast í sjálft hlaupið fyrir aftan skotstæðið. Þessi sex læsi lögg gefa þétta og nákvæmna læsingu með 60° lyftu á boltahandfanginu. Hlaupið er fest í láshúsið með sérstakri hitaaðferð. Láshúsið er hitað upp í ákveðið hitastig. Hlaupinu er rennt inn í húsið og þetta látið kólna saman. Þannig eru engar gengjur til að skekkja samsetninguna. Hún verður 100% rétt og gerir riffilinn mjög nákvæman.


Boltinn er með tvöföldum útkastara sem gefur mjög öruggt útkast. Á honum er þriggja stöðu öryggi SRS (SmoothRollSafety), hljóðlátt og liðugt, sem virkar beint á sprengipinnann. Gikkurinn er léttur og hreinn með um 950 gr. átak. Skeftið er vel lagað og fellur mjög vel að láshúsinu. Það er fánlegt úr hnotu eða úr gerviefni (synthetic) í M 12 Extreme útgáfunni. Skeftið liggur beint aftur og veldur því að minna finnst fyrir bakslagi.
Láshúsið er smíðað úr gegnheilu stálstykki með bestu nútíma tækni. Öll málvik eru mjög nákvæm og öll áferð mjög fín. Láshúsið er borað og snittað fyrir Model 98 sjónaukafestingar þannig að gott úrval er til fyrir þessa riffla.
Kúlan á boltahandfanginu og skotgeymirinn eru úr gerviefni (synthetic). Skotgeymirinn er losanlegur og rúmar fimm skot fyrir hlaupvíddir í millistærð og fjögur skot fyrir magnum kaliber. Hægt að hlaða beint ofan í skotgeyminn í gegnum lásinn.


Riffillinn er um 3,1-3,2 kg þungur og fæst í eftirtöldum hlaupvíddum:
.22-250 Rem, .243 Win, .270 Win, 6,5x55SE, 7×64 Brenneke, .308Win, .30-06 Springfield, 8×57 og 9,3×62.

Í magnum skothylkjum er hann fáanlegur í 7mm Rem Mag , . 300 Win Mag. og .338 Win Mag.


Mín fyrstu kynni af þessum riffli lofa mjög góðu. Ég hlakka til að prófa hann á skotsvæði og mun birta ykkur niðustöðunar eftir prófunina.


Verið velkomin í Ellingsen og sjáið og fræðist nánar um þennan gæðagrip
Kv Jói byssusmiður

Hvað býður Ellingsen upp á í skotveiðina?

Birt: 17/09 2013

Við viljum bara minna á flotta grein sem kom á MBL núna í sumar um það hvað Ellingsen býður upp á fyrir skotveiðina:


http://www.mbl.is/veidi/frettir/2013/08/26/hvad_bydur_ellingsen_upp_a/


Versa Max


Sako Rifflamót Ellingsen 2013 – Úrslit

Birt: 05/09 2013

Ellingsen sendir bestu þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í riffilmótunu 21. júlí 2013 síðastliðin.

Í Verðlaun voru:

1. Verðlaun Sako Quad Range  Cal 22 LR
2. Verðlaun  15.000 gjafabréf í Ellingsen
3. Tikka riffilpoki


Hér er neðar eru nánari upplýsingar um úrslit:


Samtals Keppandi Skotvopn Cal. 100 M 300 M Borð
88 Kjartan Friðriksson Remingon .308 42  2X 46  1X 2
83 Hjörleifur Hilmarsson Remington 700 41 42 9
79 Hilmar Valsson Stiller 6,5×47 29 47  1X 1
79 Filippus Sigurðsson Jalonen 6,5×47 40 39 4
78 Finnur Steingrímsson Sako 75 6xc 38 40 5
77 Daníel Sigurðsson Stiller Predator .308 40 37 3
75 Guðmundur Óskars TRG 300 Win 34 41 5
69 Kristmundur Skarphéðinsson WIN70 .224 34 35 8
68 Jóhann Vilhjálmsson Sauer 6,5×55 22 46  2X 7
67 Hafsteinn Pálsson Sako 6 mm ppe 26 41 4
65 Heimir Haraldsson TRG 22 .308 34 31 11
54 Karl Jónsson Remington 700 .308 32 22 12
54 Árni Ragnar Steindórsson Remington 700 6,5×47 25 29 15
44 Jóhann Þórir Jóhannsson Tikka T3 .243 6 38 1
37 Kristján Jóhann Júlíusson Remington 700 .308 25 12 6
35 Helga Rakel Guðrúnardóttir Tikka T3 .243 6 29 16
34 Arnfinnur Jónsson .308 34 0 17
34 Leifur Sigmundsson Sako 6,5×55 20 14 3
32 Sigurður Björgvin Sigurðsson Remington 700 .308 0 32 13
28 Jóh.GK Blaser .308 23 5 14
26 Júlíus Valsson Sauer 22-250 26 0 6

Sako Rifflakeppni Ellingsen 21. júlí 2013

Birt: 11/07 2013

1. Skotið á 100 metrum fríhendis, skotskífa 30 cm , 5 skot , skottími 5 mín.
Skotjakkar ,skotvettlingar ,ólar eða annar stuðningur ekki leyfður.


2. Skotið á 300 metrum af borði,skotskífa 30 cm, 5 skot skotin á 5 mín.
Skotið af tvífæti og stuðnig af öxl, Skotrest, púðar eða annar stuðningur ekki leyfður.


3. Einungis má keppa með einum riffli , þar sem þetta er ein keppni , samanlagður árangur af báðum færum er reiknaður saman.


4. Bench rest rifflar eru ekki leyfðir og hámarks breidd á forskefti er 2 ½“


5. Skráning er í Ellingsen eða hjá veidideild@ellingsen.is


6. Ekkert keppnisgjald.


7. Keppninn hefst Kl 11.00 árdegis þann 21 Júlí mæting 30 min. fyrir þann tímaVerðlaun

1. Verðlaun Sako Quad Range  Cal 22 LR
2. Verðlaun  15.000 gjafabréf í Ellingsen
3. Tikka riffilpokiNíu skot á nýju heimsmeti

Birt: 25/06 2013

Raniero Testa sló á dögunum nýtt heimsmet í hraðskotum með hálfsjálfvirkri haglabyssu. Það gerði hann með venjulegri Winchester Super X3 hálfsjálfvirkri haglabyssu.


Það var heiður himinn og hæglætis veður í Sankti Pétursborg í Rússlandi þann 1. júní síðastliðinn. Fjöldi áhorfenda og nokkrir embættismenn höfðu safnast saman til að verða vitni að atlögunni að heimsmetinu.


Skyndilega brast á hríð níu haglaskota á rétt rúmri sekúndu og heimsmetið var fallið! Raniero Testa hitti allar níu leirdúfurnar sem hann kastaði upp í loftið á 1,1 sekúndu. Hann sló þar með met Tonys heitins Knapp sem lék sama leik á tveimur sekúndum. Nýja heimsmetið hefur verið staðfest og skráð af InterRecord stofnuninni og einnig Heimsmetabók Guinnes.


Raniero Testa sýndi með þessu áreiðanleika, hraða og frábæra smíði Winchester Super X3 haglabyssunnar, sem er með hröðustu skiptingu hálfsjálfvirkra haglabyssa í heiminum.


Áður hafði Raniero Testa einnig sett heimsmet í að skjóta tólf leirdúfur sem hann kastaði á loft, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Þá notaði hann einnig Winchester Super X3 hálfsjálfvirka haglabyssu.Winchester Super X3 fæst að sjálfsögðu í Ellingsen, smellið hér til að sjá nánar úrval okkar af Winchester Haglabyssum.